E. Sigurðsson ehf er alhliða byggingarfélag sem var stofnað árið 2007 og hefur yfir 15 ára reynslu af nýbyggingum sem og viðhaldi. Í upphafi var E.Sigurðsson lítið fjölskyldufyrirtæki með fáeinum starfsmönnum, en hefur vaxið jafnt og þétt og dafnað vel frá ári til árs. Þrátt fyrir aukið umfang fyrirtækisins höfum við haldið í sömu gildi og voru til staðar í upphafi

Í dag starfa hjá fyrirtækinu hátt í fjórða tug manna og eru þar margir kröftugir smiðir, verkamenn ásamt fríðum hóp skrifstofufólks. Frumkvöðull og eigandi fyrirtækisins er Eyjólfur Sigurðsson, húsasmiður. En gegnir hann jafnframt stöðu framkvæmdarstjóra fyrirtækisins í dag.

Frá því að E. Sigurðsson hóf hefur fyrirtækið haft gæði og fagmannleg vinnubrögð í fyrirrúmi. E. Sigurðsson hefur  verið atkvæðamikið á sínu sviði og skilað af sér fjöldamörgum byggingum og kennileitum víðsvegar um land.

Við hjá E. Sigurðsson erum stollt af okkar fortíð og horfum spennt til framtíðarinnar.