-
Viðhald Fasteigna
Ekki kasta krónunni til að spara aurinn! Það að huga vel að fasteignum sínum og sinna viðhaldi samviskusamlega getur komið í veg fyrir stór og kostnaðarsöm vandamál seinna meir. Einföld leið til að hækka verðgildi eignarinnar.
-
Endurnýjun Fasteigna
Ertu með fasteign eða rými með mikla möguleika? Við tökum að okkur að standsetja og endurnýja fasteignir. Oft er litið framhjá verðgildi óaðlaðandi híbýla og atvinnuhúsa í stað þess að taka eignina og skipta bara um ham algjörlega, endurnýja og betrumbæta. Oft er hagstæðara að vökva sitt eigið gras í stað þess að leita annað eftir grænni haga.
-
Nýbyggingar
E. Sigurðsson hefur starfað mikið við nýbyggingar og hefur mikla reynslu bæði við innan- og utanhússfrágang. Yfirleitt sem undirverktakar í stærri verkum og leggjum við ríka áherslu á að vinna vel með samstarfsaðilum.
-
E. Sig Þjónusta
Þjónustudeild E. Sig hefur að geyma gott úrval reyndra fagmanna með áratuga reynslu þegar kemur að húsasmíðum. Deildin leggur megin áherslu á skjóta fasteignaþjónustu til að sinna minniháttar verkum sem tengist rekstri fasteigna hvort sem það sé viðhaldsvinna eða endurbætur á fasteignum ásamt nýbyggingum. Við bjóðum einnig uppá þjónustusamninga fyrir stærri fyrirtæki sem og fasteignafélög.
-
Matsgreining
Hvort sem fyrirhugaðar séu endurnýjungar eða viðhald á fasteignum þá sendum við matsmann á svæðið til þess að greina vandamálið og fyrirhugaðann kostnað við framkvæmdirnar.